ok skil þig…Fyrir effecta byrjanda (geri ráð fyrir sað þú sért að spila allt frá blús upp í RATM eins og þú sagðir hér fyrir ofan) þá er alveg klassískt að byrja á góðum overdrive.
Ef þig langar að kaupa þér nokkra og hafa í keðju þá er maður fær í flestann sjó með þetta settup:
Gítar > Wah > overdrive > Chorus/Flanger/Phaser > delay > magnarinn.
En þetta ræðst svoooooo mikið af persónulegum smekk hvers og eins spilara.
Það er nefnilega alveg hafsjór af mögulegum sándum þarna úti og fyrir mig persónulega fíla ég kannski 5-10% af öllum þeim effektum sem til er á markaðnum.
Ég mæli með því að kíkja í hljóðfæraverslanirnar og fá að prófa hitt og þetta og finna þína eigin “rödd” hvað þetta varðar, t.d. nokkra mismunandi overdrive effekta til að byrja með.
Fyrir mig byrjaði þetta allt saman með fikti og svo hjálpaði mér alveg helling að skoða þessi demo-video á þessum síðum sem ég sendi þér, til að ákveða mig hvernig effecta ég er að fíla mest.
Gangi þér vel félagi :)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~