Þegar fólk kaupir sér nýjann Fendermagnara og vill fá þá til að hljóma almennilega þá er yfirleitt eitt af því fyrsta sem það gerir að rífa úr þeim Jensenhátalarana og setja í þá eitthvað annað.
Jensen voru framleiddir í bandaríkjunum þangað til í kringum 1970 en síðan ca 1990 hafa þeir verið licensaðir af ítölsku fyrirtæki og eru framleiddir í ítalíu (minnir mig)
Fender nota þessa licensuðu Jensenhátalara til að halda framleiðslukostnaði niðri og geta verið samkeppnishæfir því ef þeir notuðu almennilegt stöff í magnarana sína þá væru þeir svo dýrir að fólk myndi frekar bara kaupa sér eitthvað kóreudrasl.
Jensen voru alvöru fyrirtæki á sínum tíma með ströngu gæðaeftirliti osfrv, þeir framleiddu tildæmis fullt af stöffi fyrir bandaríkjaher og ef menn vilja halda samningi við herinn þá verður framleiðslulínan að vera alveg hnökralaus.
Ef þú ert að fíla nýja Jensenhátalara þá er það bara fínt en ég hef amk ekki verið mjög hrifinn af þeim en gamlir hátalarar með alnicoseglum frá tildæmis Jensen, Gibson og Vox eru algjörlega sick ef maður kemst yfir svoleiðis.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.