Gretsch Rancher - Jumbo Flattop Cutaway - Kassagítar

Gretsch Rancher kassagítararnir eru hluti af sögunni. Voru fyrst kynntir til leiks í kringum 1950 og hafa komið fram á ófáum plötum í gegnum tíðina, þó fyrst og fremst í kántrí og blúsgeiranum. Þetta eru kassagítarar með stóran og bjartan, einkennandi hljóm. Sá sem ég er að selja er EKKI made in USA en er engu að síður mikill gæðagripur. Keypti hann fyrir nokkrum árum síðan og hef notað hann umtalsvert við upptökur. Hann er með cutaway og svo með Fishman Prefix pickupp/preamp systemi. Það sér lítið á honum og með fylgir góð taska. Þetta eru ekki mjög algengir gítarar og ég hef ekki séð fleiri svona hér á landi þó svo að það geti vel verið að fleiri séu til .

Ég lét fyrir stuttu setja í hann Grover stilliskrúfur og er það eingöngu breyting til batnaðar.

Hann er í eins og þessi á myndinni hér.

http://www.elinfiernitoguitarshop.com/productos_view.php?uuid=33&ff=0&fm=0&fe=3&order=0&imgp=32&imgp=33&imgp=32&imgp=0



Dean Deceiver CBK

Hrikalega flottur gítar sem minnir einna helst á PRS single cut gítara. Hann er tinnusvartur með háglans lakkáferð og gylltu hardware. Gítarinn er hugsaður fyrir rokk og metalgítarleikara og er hlaðinn öllu því besta til slíks brúks; set neck, EMG 81 / 85 pickuppar, Grover stilliskrúfur, string-through tune-o-matic brú og 24 bönd.

Gítarinn er eins og þessi hér:
http://www.thomann.de/gb/dean_guitars_deceiver_cbk.htm


Washburn USA MG120 gítar

Fallegur og frábær rafmagnsgítar hlaðinn öllu því flottasta og fínasta. Smíðaður í Chicago af gítarsmiðnum Grover Washington, sem gekk til liðs við Washburn snemma á tíunda áratuginum og leiddi áfram MG línuna sem hugsuð var sem svar Washburn til höfuðs háklassagíturum ss. Tom Anderson, Suhr o.s.frv. án þess að eiga erindi sem erfiði.

http://forums.washburn.com/topic.asp?TOPIC_ID=16276

Sjá mynd sem merkt er MG120. Gítarinn minn er nákvæmlega eins og sá sem er á þeirri mynd, sami litur og sama samsetning.

Seymour Duncan JB humbucker við brúnna og Seymour Duncan ´59 humbucker uppi við háls. Wilkinsson tremolosystem og Schaller læstar stilliskrúfur.

Þessi gítar hentar fyrir alla tónlistarstíla og mun verða þeim sem hreppir hann til mikillar gleði.


ÁHUGASAMIR VINSAMLEGAST SENDIÐ PM
We´re gonna play a song. If it sucks it´s jazz - if it´s good, we got lucky! - Stevie Salas