Er ekki tölva hardware? ;) Ég meina, ef ég ætlaði að spila einn upp á sviði eitthvert gítarverk væri nóg fyrir mig að taka gítarinn og magnarann. En ef ég ætlaði að nota software eins og t.d. amplitube3 eða guitar-rig4, þyrfti ég að mæta með tölvu, einhverskonar preamp eða interface, kraftmagnara og svo speakera til þess að skila loksins sándinu út í sal. ;)
Hehe þetta var nú meira sagt í djóki en ég skil hvað þú ert að fara með þessum þráð.
Sjálfur fylgist ég spenntur með allri þróun í software heiminum í sambandi við gítarstöff. Sjálfur nota ég BARA software þegar ég er að taka upp heima hjá mér eins og amplitube, guitar-rig og ezdrummer og það hentar mér helvíti vel.
Það sem ég hef séð og fylgst með í þessari þróun er alltaf að heilla mig meira og meira. T.d. sögðu margir hljóðfæranördafjölmiðlar að iPadinn væri winnerinn eða það platform sem stóð hvað mest upp úr á Winter NAMM 2011. Þá voru þeir að tala um öll tónlistar software-in sem eru fáanleg í iPadinn og iPhone-inn.
Alveg hreint merkilegt að skoða sum demo-in á youtube hvað hægt er að gera með þessu dóti.
En fyrir mitt leyti þá finnst mér ekkert geta skákað því að stíga upp á svið með gítar sem hefur ekki breyst í hönnun í 50-60 ár, plögga honum í gegnum alla effectana mína, trukka svo sándið í gegnum góðann, vintage specs, handwired lampamagnara, slást við helvítis feedbackið og rokka svo feitt að pjöllusafi frussast úr hverju kvenkyns klofi á svæðinu…….og skála svo í Jack í kók.
Það er bara eitthvað við það sem að Gibson firebird X eða Line6 variax í gegnum iphone á ekki roð í hvað varðar fíling ;) …fattið hvað ég á við:)
Svo er líka eitt með öll þessi gítar software, þau eru öll í 90% tilvika að herma eftir sándinu úr öllum þessum gömlu og góðu vintage analog græjum…. Þannig að einhver hlýtur sjarminn að vera við allt þetta gamla.
Svo er annað. Það er rosaleg vintage nostalgía búin að vera í gangi undanfarinn áratug eða svo. En þetta er bara eins og fata tískan sem gengur endalaust í hringi og er sífellt að endur nýja sig í gegnum gamla strauma.
1980 og upp úr sá maður varla nokkurn mann með lampamagnara eða analog effecta. Þetta var allt orðið transistor og digital og gítararnir neongulir og allavegana á litinn og allir héldu að framtíðin væri loksins búin að festast í sessi í græjuheiminum….og hvað gerðist svo? Við byrjuðum hringinn upp á nýtt :) allir komnir með lampamagnara aftur og gömlu vintage gítararnir fóru að rjúka upp í verði og enginn var maður með mönnum nema hann væri með old school vintage og retro græjur.
Ég trúi því að hljóðfæra “tískan” muni sífellt og reglulega fara í einhverskonar endurvinnsluhring í framtíðinni en ávallt munum við krydda hana með nýjustu tækni.
Ég er alveg opinn fyrir því, að ef software-in ná að jafna gömlu græjunum í gæðum og fíling, að svissa yfir í svoleiðis stöff.
En það er langt í það að eitthvað tölvutengt geti komið í staðinn fyrir græjurnar mínar ÚTLITSLEGA séð! …já ég er alger retro, vintage hóra hahaha.
Ég er að fíla þessar vangaveltur hjá þér og mér finnst gaman sjálfur að pæla í þessari þróun og sérstaklega finnst mér gaman að fylgjast með nýjustu tækninni í þessum geira, þó svo að ég sé svolítið á bremsunni gagnvart henni ;)
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~