Upptökuforrit: Cubase 5, ProTools etc… Einhvern sæmilegan míkrafón. Guitar Rig 4 ef þú vilt fá óendanlega möguleika með flott gítarsánd. Gætir jafnvel keypt þér Behringer iAxe á slikk og plöggað beint í tölvu með usb og spilað inn alla gítar/bassa parta.
Bróðir minn er með Apple lappa og ég lét hann fá ódýrt M Audio Ozone midihljómborð sem ég hafði engin not fyrir lengur og það var í rauninni allt sem hann þurfti.
Ozone græjan virkar sem míkrafónformagnari og það er líka hægt að tengja gítar eða bassa beint í þetta og svo bara keyra upp einhverja magnara í Garage Band.
Í þínum sporum myndi ég ekkert vera að eltast við einhverja rándýra stúdíómónitora til að byrja með, ef þú átt þokkaleg hljómflutningstæki þá ertu alveg í fínum málum amk á meðan þú ert að læra á þetta stöff, trikkið er bara að læra að mónitora á þær græjur sem maður er með, svo brennirðu diska af lögunum þínum og hlustar síðan á upptökurnar í sem flestum öðrum græjum til að átta þig á því hvað má betur fara í hljóðvinnslunni hjá þér.
Ef þú ert rafmagnsgítarleikari og vilt taka gítar upp með hljóðnema á gítarmagnara þá mæli ég með að þú kaupir þér Shure SM57 mæk til að nota í svoleiðis upptökur (20 þús nýr og kannski 12 til 15 þús notaður)
Þú getur sennilega notað sm57 sem söngmæk í hallæri til að byrja með en það verður einhver annar en ég að gefa ráðleggingar um hvað séu góðir ódýrir söngmækar, ég er að nota frekar dýra söngmæka (160 til 200 þúsund) sem eru sennilega ekki eitthvað sem maður kaupir sér þegar maður er að byrja að taka upp, ég hef reyndar notað Behringer B2 Pro hljóðnema sem var í minningunni alveg skítódýr til að taka upp söng í nokkrum lögum sem hljómsveit sem ég er í gaf út og hann skilaði alveg fínum upptökum.
Kauptu þér svo míkrafónstatív með bómu og pop filter svo þú sért ekki frussandi beint í mækinn þegar þú syngur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..