Nýr strengur úr strengjasetti sem er ekki frá sama framleiðanda og strengirnir sem eru fyrir í gítar mun alltaf hljóma öðruvísi en það sem var í gítarnum, strengjaframleiðendur nota ekki allir sömu málmblöndur í strengina og nýr strengur hljómar líka allt öðruvísi en strengur sem er kannski búinn að vera mánuðum saman í gítar, nýr strengur hefur bjartari hljóm með fleiri yfirtónum.
Ef það slitnar hjá mér einn strengur þá skipti ég yfirleitt um allt settið því þó ég noti yfirleitt samskonar strengjasett þá pirrar mig svo svakalega að vera með einn streng sem hljómar öðruvísi en hinir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.