Ég nota 011 í alla rafmagnsgítarana mína, ég nota Thomastik Infeld strengi sem ég hef fengið í Tónastöðinni, þeir eru frekar dýrir minnir mig.
Málið með þessa 011 strengi sem ég hef verið að nota er að þrátt fyrir að þeir séu 011 þá er ekkert mikið átak að beygja þá, það er einhvernveginn ekki eins mikil spenna á þeim og tildæmis sambærilegum Fender eða Dean Markley settum.
Mig minnir líka að þessi strengjasett séu með örlítið sverari dýpri strengjum en gengur og gerist og þarafleiðandi hljóma þeir ögn massívari.
Ég er samt ekkert viss um að þú upplifir mikið þykkari tón þótt þú færir þig upp um strengjaþykkt, Fender Strat hljómar frekar þunnur frá náttúrunnar hendi út af þessum single coil pickuppum og það þarf sennilega meira en þykka strengi til að ná þykku sándi úr svoleiðis gítar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.