Ég á 3 gítara með Emg 81 pickuppum og tveir þeirra eru með 85 í neck (svo á ég þrjá aðra með DiMarzio). Það tók mig smá stund að venjast þeim en e´g elska þá núna. Langar samt rosalega til að svissa 85 og 81 í einum þeirra á milli og prófa 85 í brúnna. Gleymi því bara alltaf þegar ég skipti um strengi.
Ég er orðinn mjög hrifinn af þessum pickuppum en það tók smá tíma að venjast þeim. Mér hefur samt aldrei líkað neitt sérstaklega vel við Seymour Duncan, og ég hef átt gítara með allveg þónokkrum. Miklu meira beef í Emg og tærari og sterkari tónn. Virka í alla tónlist að mínu mati og auðvitað sérstaklega í þungarokk. Cleanið er samt mjög sterkt.
Langar svolítið til þess að prófa aðra svona pickuppa, eins og 60 ofl, en DiMarzio eru samt sem áður ennþá mínir uppáhalds pickuppar.
Nýju undirskriftirnar sökka.