Altsaxofónn er ekki eins hávært hljóðfæri og tenorsaxofónn sem er ótvíræður plús þar sem það er enginn volumetakki á þeim, þú bara blæst og það koma læti.
Ég myndi kaupa altsaxofón í þínum sporum því að það eru hlutfallslega meiri líkur á að þú fáir að æfa þig á svoleiðis í friði heldur en á tenorsax án þess að nágrannarnir eða aðrir íbúar í húsinu kvarti yfir hávaðanum, það er engin leið að dempa hljóðið úr saxofón, þú getur fyllt hann af handklæðum en það breytir engu.
Ég hef átt tenorsaxofón og það hvarflaði ekki að mér að æfa mig á hann heima hjá mér, þetta er soldið eins og að vera með Marshallstæðu inni hjá sér nema að það er ekki hægt að lækka í henni.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.