Smá uppbyggileg gagnrýni:
Mér finnst öll lögin frekar illa mixuð, krafturinn í hljóðfærunum og söngnum nær ekkert að njóta sín (fyrir utan left behind að hluta til)
Answer my prayers: lead gítarinn í viðlaginu er alltof hár miðað við restina af hljóðfærunum og truflar sönginn töluvert, svo er gítarsólóið alltof lágt í mixinu, það ætti að vera í sama hljóðstyrk og söngurinn, lagið kæmi betur út þannig, krafturinn í laginu dettur alveg niður þegar sólóið byrjar, sólóið er mjög flott og ætti að heyrast miklu betur. Mér finnst eins og söngvarinn sé að halda aftur af sér, finnst vanta allan kraft og alla sál í sönginn, hreðjarnar og innihald textans verður að heyrast í söngnum, annars er hljóðfæraleikurinn góður (mætti mixa hann miklu betur), að mínu mati yrði lagið 10x flottara ef söngurinn væri kraftmeiri í öllu laginu og hljóðfærin yrðu rétt mixuð í viðlaginu og gítarsólóinu.
We will all be the same: fjandi gott lag, um leið og trommurnar koma inn hverfur bassinn nánast, mætti heyrast meira í honum og einnig lead gítarnum í síðasta kaflanum í laginu, þegar söngurinn hættir dettur lagið niður.
Left behind: ég fékk smá Dear God (Ax7) fíling með þegar ég heyrði seinni hluta lagsins, sem er jákvætt, annars er sama vandamál með þetta og hin lögin að mínu mati, mixið að þvælast fyrir gæðunum.
Ég lækaði ykkur á facebook, sem gerist eiginlega aldrei eftir að hafa skoðað þessa hljómsveitaþræði á Huga.
Haldið þessu áfram og ég mun fylgjast með ykkur.