Ég þarf reyndar að fá mér buzzstop til að halda strengjunum frá því að renna af söðlunum á brúnni.
http://www.guitar-parts.com/products/764/Buzz-Stop.htmÞað er misjafnt hvernig pickuppar eru í Jazzmasterum, það var augljóst á gítarsándinu hjá mér að það væru hryllilegir pickuppar í mínum gítar þannig að ég lét setja sett af Antiquities pickuppum í hann.
Mér skilst að sumir amerískir Jazzmasterar séu líka með algjörum rusl pickuppum, að þeir hjá Fender taki pickuppa úr Fender Jaguar gítörum, setji þá í öðruvísi umbúðir og noti í Jazzmastera, þannig pickuppar hafa frekar óþægilegann bjartan hljóm sem á eiginlega ekkert skylt við það hvernig mér og mörgum öðrum finnast að Jazzmaster eigi að hljóma, ég set link hérna þar sem sést meðal annars samanburðarmynd á því hvernig “réttir” og “rangir” jazzmasterpickuppar líta út, sá “rétti” er hægra megin og lítur út eins og grátt kremkex.
http://www.alphabetcityblog.com/2008/08/upgrading-cij-fender-jazzmaster-pickups.htmlSvo eru aðrir sem eru kannski ekkert að eltast við eitthvað vintage jazzmaster sánd heldur fíla bara hvernig þessir gítarar líta út og setja jafnvel humbuckera í þá, það hefur stundum hvarflað að mér að setja humbucker við brúna á mínum því ég nota nánast aldrei brúarpickuppinn hvorteðer, með því að skella humbucker þarna þá væri ég kominn með gítar með 2 gjörólíkum karakterum, ég held samt að gítarinn yrði frekar ljótur þannig.