Ég hef mikið velt fyrir mér hvort John Bonham sé besti trymbillinn eða Neil Peart.
Mín skoðun er sú að John Bonham er betri, eða var ætti ég víst að segja :(
Hann breytti svo miklu, hann og Ginger Baker bjuggu til þessa ímynd að trommarinn sé eins mikilvægur og allir hinir í hljómsveitinni, ekki bara taktgjafi. Hann náði líka svo miklum hraða á sparkaranum, Jimi Hendrix sagði einu sinni við hann:“Boy, you got a right foot like a rabbit!”.
Ég hef samt ekki hlustað það mikið á Rush en ég þekki þó helstu lög þeirra.
Hvað finnst ykkur?
