Er með til sölu Dean Z XT Noir gítar, Digitech Distortion Factory DF7, Randall KH-120 haus og Marshall 8412 4x12 box.
Dean Z XT Noir:
Ég er búinn að láta laga action-ið á hálsinum á Dean Z nýlega og það er nýjir strengir í. Góður gítar og virkar fínt í rokk og metal. Hann er með Floyd Rose system og ég lét laga brúnna í leiðinni þegar var gert við hálsinn því hún var ekki fljótandi. Ég hef nánast ekkert notað hann eftir að ég keypti hann. Fylgja með nýjir strengir (eða allir þeir sem ég á eftir). Snúra fylgir.
Mynd og smá info: http://www.themusicfarm.com/products/Dean-Z-Noir-XT-Explorer-Electric-Guitar-9262.html
Verðhugmynd: 30.000
Digitech Distortion factory:
Hann er keyptur fyrir ca. mánuði og ekkert mikið notaður af mér, keyptur á svipuðum tíma og gítarinn. Hann virkar og það fylgir straumbreytir með (sem ég keypti sér). Hann er með 7 innbyggða effekta og hægt að still volume, high, low, bass, treble og mid og allt það fyrir hvern effekt fyrir sig. Snúra fylgir.
Upplýsingar og mynd: http://www.digitech.com/products/Pedals/DF7.php
Verðhugmynd: 6.000
Randall KH-120 hausinn:
Keyptur fyrir tæpum 2 mánuðum. Hann er með clean channel, overdrive 1 og overdrive 2 channel og svo er reverb stilling sér. Það fylgir footswitch til að skipta á milli. Hann er mjög fínn í þyngri tónlist, rokk, metal og þannig, þ.e. allavega það sem ég spila mest. Snúra fylgir.
Mynd og upplýsingar um hausinn:
http://www.musiciansuniverse.com.au/d399-31/randall-kh-120rhs-stack/
Verðhugmynd: 25.000
Marshall 8412 boxið:
Það er 140W (ef það skiptir einhverja máli) og minna en 1960 boxin. Það er eitthvað um rispur og svona eins og er venjulega á gömlum boxum (hef ekki hugmynd um hvað það er gamalt). Boxið er með 4 celestion hátölurum og virkar fínt, ekki nein vandamál komið upp.
Mynd: http://www.ultimate-guitar.com/forum/showthread.php?t=1217280 (mitt er alls ekki svona illa farið)
Verðhugmynd: 25.000
Ef boxið er tekið með hausnum læt ég stæðuna á 45.000.
Ef einhver áhugi er á þessum græjum er hægt að hafa samband í einkapósti eða í síma 8207410.
Kv. Jóhann