Ég á Gibson Les Paul Standard Faded og myndi næstum því örugglega ekki býtta honum fyrir neitt annað hljóðfæri, ég hef átt einhversstaðar á bilinu 30 til 40 gítara og þetta er sá fyrsti sem ég næ algjörri tengingu við, ég hef prófað alveg helling af öðrum Gibson Les Paul gítörum sem mér fannst misgóðir og sumir þeirra voru hreinlega afleitir.
Þessir gítarar eru samt ekki fyrir alla, minn er tildæmis með frekar breiðum hálsi og sumir Gibsonar eru með ennþá breiðari hálsi en það er einhver hljóðkarakter við minn sem ég fíla, búkurinn er ekki lakkaður og það er ekki eins “þykkt” sánd í honum og flestum Les Paul gítörum sem ég hef prófað.
Ég sækist alls ekki eftir þessum “hefðbundna” Les Paul hljóm sbr Slash og félagar heldur er ég yfirleitt með frekar hreint sánd, flestir gítarar með humbucker pickuppa finnst mér hljóma frekar illa með hreinu sándi en ekki þessi, yfirleitt eru það gítarar með single coil pickuppum sem hljóma betur hreinir.
Næsti gítar sem ég fæ mér verður næstumþví örugglega Gibson Les Paul með P90 pickuppum, þá er ég reyndar að hugsa um double cutaway Les Paul eins og þennann.
http://agencystudios.com/studio2/?tag=top-ten