Aaaaahh, með hverju ertu að mála bodýið? Vonandi ekki spraybrúsa !!!
Fáðu einhvern á (bíla) sprautuverkstæði til að gefa yfir það fyrir þig. Þú þarft að nota lakk með herði, annað er bara fatalt. Fyrst þarf að setja fylli undir svo áferðin verði slétt.
Ef þú vilt nota spraybrúsa þá mæli ég með að kaupa hann hjá Bílalakk á Smiðjuveginum í Kópavogi, og fá lakk með “slow”herði, þá hefur þú ca 2 klst til að klára að mála (frá því lakkið er blandað) svo allt verður að vera tilbúið. Lakkið á brúsanum er ónýtt eftir það en þetta gefur mikið betri málun (harðara lakk) og mikið fallegri áferð.
Ég er annars að fara að mála stratbodýið mitt svart, ef þú ert að mála svart og ekki búinn að sprayja það þá er lítið mál að mála annað í leiðinni.