Er með einn slíkan til sölu, þetta er s.s. Fender Stratocaster Powerhouse sem er úr Deluxe Seríu Fender manna. Smíðaður í Mexíkó árið 2005.

Powerhouse kemur með 12dB aktívu miðjuboost-i og er hann því með 9-volta rafkerfi, batteríshólf er aftan á honum sem er mjög aðgengilegt.
Kerfið virkar þannig að neðri tone hnappurinn stillir magnið á boost-inu, mest 12dB.

Liturinn á honum heitir Caramel Metallic.

Fylgir með honum eldri hörð taska.

Gítarinn lítur út eins og nýr enda lítið notaður.

Mynd af honum (þessi sem er lengst til vinstri):

http://images.hugi.is/hljodfaeri/159296.jpg


Var að spá í að setja á hann 80 þús. kr. með töskunni en ykkur er velkomið að bjóða í hann (innan skynsamlegra marka)

Best að senda mér skilaboð hér á huga ef áhugi er fyrir hendi eða svara þræði ef það eru einhverjar spurningar.