Það er sama vandamálið með Blackheart magnarana og Tiny Terrorinn að ég hugsa að þeir séu aðeins of kraftlitlir til að skila hreinum hljóm á tónleikastyrkleika.
Ég hef verið að skoða það að kaupa magnara til að nota á tónleikum undanfarið vegna þess að sá sem ég er að nota núna er 45 ára gamall og mig langar að kaupa nothæfann magnara sem mér væri alveg sama þótt að skemmdist, ég hugsa að ég reyni að miða við að kaupa magnara sem sé svona 40 vött eða þarumbil, það er reyndar möguleiki að minni vattajöldi væri í lagi ef þetta væri haus með 2X12 boxi eða 1X12 combo með auka 1X12 boxi.
Annars hafa vött ekkert endilega svo mikið að segja þegar kemur að hljóðstyrk, ég átti Marshall JTM45 haus sem var “bara” 35 vött og hann var alveg verulega hávær.
Hinkraðu bara með magnarakaupin þangað til eitthvað gott stöff býðst hérna notað, ef þú ert með budget sem nær upp að 90 þúsundum þá áttu alveg að geta fengið drullufínann notaðann lampamagnara fyrir þannig peninga, bara ekki reikna með að fá neitt á skynsamlegu verði í hljóðfæraverslun í augnablikinu, hljóðfæraverslanir taka amk 15 prósent umboðslaun fyrir að selja notað stöff og þessvegna verðleggja þeir sem eru að selja græjurnar sínar þær of hátt.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.