ég er með lítið stúdíó þar sem ég tek upp í ableton live, ég er ekki að selja neitt af dótinu mínu en get alveg gefið þér ráð.
Fyrsta vandamál sem ég lenti í var að hljóðkortið í tölvunni minni fór að hökta þegar ég var kominn með nokkrar rásir í gang í abelton live, ég átti ekki peninga á þeim tímapunkti til að kaupa eitthvað fancý hljóðkort en ég átti/á Novation synth sem heitir X-Station og ég gat notað hann sem hljóðkort, midikeyboard, synth og hljóðnemaformagnara og hann gerði þetta allt vel.
Ef þú ætlar að taka upp gítara og hefur hugsað þér að gera það með hljóðnema fyrir framan magnara þá er alveg með ólíkindum hvað Shure SM57 hljóðnemi breytir miklu, ég fann fyrir rosalegu stökki upp á við í gæðum þegar ég lokssins lét verða að því að kaupa mér svoleiðis, notaður þannig kostar sennilega svona 15.000.
Ég fann fyrir öðru stökki uppávið í upptökugæðum þegar ég fór að nota condensermæka til að taka upp söng, fyrsti condenserinn minn var Behringer B-2 Pro sem ég fann á ruslahaug (alveg satt) og ég notaði hann sem söngmæk á nokkrum EP Plötum sem hljómsveitin mín gaf út og þrátt fyrir að þetta þætti nú ekkert rosalega merkilegur hljóðnemi þá náði ég alveg drullufínum upptökum með honum, hann amk valtaði yfir dýnamísku mækana sem ég átti á þeim tíma, núna er ég að nota sE Gemini lampacondenser í allar söngupptökur og jújú, hann hljómar töluvert betur en Behringermækinn gerði en hann kostar líka 190.000 nýr..
Og talandi um hljóðnema, hirtu alla drasl hljóðnema sem þú finnur, ég hef hirt hljóðnema sem fylgdu með svona fermingargræjum og gömlum segulbandstækjum, stundum kemur sér vel að eiga hljóðnema sem hljóma alveg snarundarlega eða eru svo litlir að það er hægt að troða þeim inn í tildæmis mandólín.
Ég dró það alltof lengi að fá mér míkrafónstatív, var alltaf að skítredda málunum með því að skorða hljóðnema milli tveggja bóka á borðbrún eða álíka, það var algjört rugl, fáðu þér míkrafónstatív, það sparar þér massívt bögg, núna er ég alltaf með hljóðnema uppsettann og tengdann á statívi fyrir framan gítarmagnarann, þá þarf ég bara að kveikja á magnaranum og allt er tilbúið fyrir upptökur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.