Ætla fá að blanda mér inn í umræðuna - veit eitt og annað um eðli framboðs og eftirspurnar. Í fyrsta lagi er það rétt að verð á notuðum hlut er í einhverju samhengi við verð á nýjum hlut. Sést best á verði á bílum - þegar hins vegar um er að ræða fornbíla eru slík viðmið ekki möguleg - það sama á við forláta Martin eða Gibson gítara. Roland trommusett er hins vegar ekki forngripur og því á þetta viðmið ágætlega við.
Þegar öllu er á botnin hvolft skiptir aldur, upprunalegt verð oþh hins vegar engu máli. Það sem skiptir máli er hvort einhver er tilbúinn að kaupa á uppsettu verði - ef ekki þá er verðið of hátt. Markaðurinn leysir svona mál sjálfur. Ef þú færð ekki 110þ fyrir settið er verðið of hátt. Gangi þér vel að selja -