Munnharpa er einfalt hljóðfæri en getur hljómað alveg tussuvel í réttum höndum.
Það er voða lítið að marka youtubevídeóin af þessum synth þar sem hljóðið í þeim er yfirleitt tekið úr innbyggða hátalaranum sem er algjört drasl, ef maður keyrir þennann gaur gegnum gítarmagnara þá hljómar hann alveg tussuvel, ég tala nú ekki um ef maður notar einhverja gítareffekta með honum.
Ég hef verið að nota þennann synth til að gera allskonar óhljóð tildæmis sírenuskræki og eitthvað sem hljómar eins og farþegaþotur að hrapa, ég hef verið að fást svolítið við danstónlist og þetta er græjan sem ég nota til að gera danstónlist pínulítið ókurteisari (meira í líkingu við Prodigy tildæmis)
Ég hugsa fyrst og fremst um þennann synth sem meðfærilegann analog hljóðgjafa og sem slíkur er hann frábær, ef mig vantar bassatrommusampl eða bassanótur sem hljóma eins og eitthvað úr gömlum roland TR-606 eða TB-303 þá get ég búið það hljóð frekar auðveldlega til með þessum gaur og svo hent því sándi inn í ableton live og unnið meira með það.
Ég er ekki búinn að prófa að nota filterinn í þessum synth með gítar eða bassa ennþá en sambærilegur filter frá Moog kostar 50.000 þannig að 13.000 kall er strax farið að hljóma eins og góður díll.
Hvað fær maður í hljóðfæraverslun í dag fyrir 13.000 kall? Kannski einn ekkert sérstakann distortionpedala sem maður notar svo sennilega sama sem ekkert, ég nota þennann synth svo mikið að ég er að hugsa um að setja velcro á Fender Jazzmasterinn minn og festa synthann við hann, þá get ég filterað gítarinn með synthanum eða spilað á bæði í einu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.