Ég tók eftir því um daginn að einn af lömpunum í Mesuni minni virðist vera dauður. Hann er einhvernveginn… þokukenndur að innan, s.s grár og sést illa inní hann og hann lýsir ekkert.
Magnarinn er 2 ára gamall en hefur ekki verið neitt mikið notaður á þeim tíma. Er kominn tími á lampaskiptingu? Ef svo er… Hvar kaupi ég lampa og er ekkert mál að setja þá sjálfur í?
Ók, svo það er allt í lagi að káfa á lömpunum með fituga fingurna? :O Ég hélt maður ætti að passa eins mikið uppá það og mögulegt væri svo þeir blésu ekki út eins og dæmi eru til um. Er ég kannske bara að rugla?
Ég hélt það líka, því þeir geta þeir bólgnað upp vegna fingrafitunnar. Þ.e. fingrafitan hitnar á glerinu og gasið í lömpunum þrístir á glerið og þeir bólgna upp. Eitthvað svoleiðis. Ég hef alltaf verið með bréfþurku á milli eða tusku.
Þarft ekki einusinni að skrúfa. Bara spurning um ýta þeim í. Annars keypti ég einmitt 4xEL-34 JJ lampa í MBR fyrir stuttu og þeir eru mjög fínir. Gæðalampar.
Þú þarft örugglega ekki að skipta um alla lampana, þrátt fyrir að ég hafi átt ansi marga lampamagnara þá viðurkenni ég að ég veit nánast ekkert um þá nema að þeir hljóma betur en transistormagnarar, samt er eins og mig minni að það séu yfirleitt formagnaralampar sem þurfi að skipta um oftar en outputlamparnir, ég hef keyrt magnara á sömu outputlömpum í meira en áratug.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Ef ég man rétt þá eru 6 stykki 6l6 í magnaranum paraðir í 3 pör. Reikna með að það séu “Mesa lampar” í honum! Ef þú ætlar að skipra um typu þá þarftu að skipta öllum út. Getur reynt að skipta þeim leka út eða því pari. það er ekki stillanlegur bios á þessum svo það tekuer aðeins meira á honum!
jamm en flestir aðrir magnarar en mesa þá ÞARFTU að finstilla Bios bara milli lampategunda, jafnvel lampa innan sömu tegundar.
Munurinn á 6l6 og el 34 er samt mikklu meiri. Verst að þú þarft 6 til að prófa. Á einhver hér 6 stk el 34 lampa fyrir hann að prófa? Ég á þetta bara í pörum!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..