Meiningin var alls ekki að rakka þetta hljóðfæri niður á nokkurn hátt og ég fæ ekki séð að ég hafi gert það.
Ég vildi bara vita hvort gítarinn væri í upprunalegu ástandi því þá finndist mér hann eftirsóknarverður en ef það væri hinsvegar búið að breyta honum á einhvern hátt þá langar mig ekki í hann, þegar er verið að tala um 300.000 krónu verðmiða á hljóðfærinu þá eru það frekar sjálfsögð fyrirspurn sérstaklega þar sem notaðir svona gítarar hafa verið að fara á tæplega helminginn af þessari upphæð.
Verðmyndun á notuðu hljóðfæri stýrist að nokkru leyti af aldri og 300.000 er mjög sanngjarnt verð fyrir 40 ára gamlann Gibson SG en verðmæti gamalla hljóðfæra minnkar um heilann helling við minnstu breytingar, ég er búinn að eiga nógu mikið af svona forngripum til að átta mig á því.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.