Halló, mig langar til þess að bjóða Ibanez AEL20e kassagítarinn minn til sölu. Ég fékk gítarinn í skiptidíl fyrir stuttu síðan og hann er ekki alveg að höfða til mín. Gítarinn er svona red sunburst að lit og þokkalega farinn, það eru nokkrar rispur á honum eftir notkun. Smá lakkskemmd neðan á boddíi og aftan á hálsi og smá á hausnum. Gítarinn er með pickup og tuner, það eru bæði jack og XLR output á honum sem er bara snilld.

Hérna eru farsímamyndir af gripnum:
framhlið:http://www.flickr.com/photos/reynirgunnars/4979650243/
bakhlið:http://www.flickr.com/photos/reynirgunnars/4980257352/

Svo er bara hægt að koma og skoða gripinn.

Mér var sagt að nývirði á svona græju væri eitthvað um 70-75 þús. Þannig að hagið tilboðum bara eftir því. Ég myndi telja að allavega 50 þús væri sanngjarnt. Einnig er ég opinn fyrir skiptum á öðrum kassagítar eða rafmagnsgítar svo bara skjótið á mig hugmyndum hérna á Huga eða í mail hinnraudi@gmail.com

kv, Reyni
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.