Svaraðir réttum manni tvisvar. En jú, það eru alltaf aðilar sem halda því fram að lampar séu the only way to go. En eftir að hafa spilað í mörg ár í gegnum svo óteljandi aragrúa af dóti í gegnum tíðina þá verð ég bara að segja að sú staðhæfing að transistorar eru useless sé algjörlega kolröng.
Testaðu það með félögunum ef þér gefst færi einhverntímann að blindfold-dæma nokkra magnara, þar á meðal transistora. Og þá eru við ekki að tala um einhvera Page og Squier magnara, heldur einhverja góða transistor magnara eins og Sunninn eða Roland Jazz Chorus. Ég get lofað þér því að sama hver niðurstaðan þín verður þá muntu vera amazed á því hversu vel þeir sánda þrátt fyrir það að keyra á tranistorum.
Jazz heimurinn er til dæmis uppfullur af guttum sem nota tranistor magnara án þess að skammast sín fyrir það. Þetta er allt bara spurning um það að hafa opinn huga fyrir góðum hljóm og nota hvað sem maður þarf til að ná sínu soundi fram.