Ég veit að þetta á ekki heima nákvæmlega akkurat hér, en what the hey! Close enough for jazz…
Sæl og blessuð öll sömul!
Þar sem ég (Daníel Smári Hallgrímsson) er á leiðinni út til Bandaríkjanna í mjög dýrt gítarsmíðanám hef ég því ákveðið að setja saman styrktartónleika fyrir sjálfan mig :)
Ég veit það hljómar kannski ekki mjög töff, en þar sem nemendalánin mín covera ekki öll skólagjöldin vantar mig enn pening fyrir þeim.
Tónleikarnir verða á skemmtistaðnum Venue Tryggvagötu 22 (fyrir neðan Sódóma). Húsið opnar klukkan 21:00 en tónleikarnir munu hefjast 21:30.
Line-uppið er ekki af verri endanum en margar af ferskustu og flottustu hljómsveitum Íslands ætti að styðja við bakið á mér og spila á þessum tónleikum fyrir mig.
21:30 - Blæti
22:15 - Moy
23:00 - Two Tickets To Japan
23:45 - Mikado
00:30 - For A Minor Reflection
Það kostar 1.000.- kr. inn á tónleikana og mun allur ágóði renna beint í sjóð sem ég mun svo nota til að borga skólagjöldin. Það verður POSI á staðnum fyrir þá sem vilja borga með korti :)
Ég hlakka mikið til að sjá ykkur öll og vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og hjálpa mér að láta þennan draum rætast :D
Tónleikarnir eru ekkert einkasamkvæmi svo bjóðið endilega öllum sem ykkur dettur í hug!
http://www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=149935758362270&index=1
Be there or be square, kær kveðja Daníel :)