Mig vantar ekki mikið að losna við þennan magnara en mig langaði að sjá hvort einhver myndi gera mér gott tilboð eða bjóða mér eitthvað spennandi í skiptum. Jubilee magnararnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér enda er ég búinn að eiga fjóra slíka um ævina en ég hef lítil not fyrir svona magnara þessi misserin.

Magnarinn er í góðu ástandi miðað við aldur en það vantar litlu svörtu afmælisplötuna sem á að vera neðst til vinstri á “hátalaragrillinu”.

Ég er opinn fyrir skiptum á ýmsu gítardóti, ódýrara eða dýrara með milligjöf, eða pening. Svona magnarar eru að fara á um $1000 til $1300 á eBay.

Hafið samband hér á Huga eða á stefanfreyr(hjá)hotmail.com. Er á Ísafirði.

Bætt við 10. september 2010 - 21:31
SELDUR!