þetta er fínt í heimastúdíóupptökur, ég átti 5 watta Gretschmagnara sem var sami magnarinn og Fender Champion 600 nema merktur Gretsch og það er hægt að nota svona kvikindi á æfingum svo lengi sem það er enginn trommuleikari í hljómsveitinni, þú myndir aldrei nokkurntíman heyra í svona magnara yfir trommuleik.
Íhlutirnir í þessum Voxmögnurum og Fender Champion 600 mögnurum eru samt verulega ódýrt stöff og það er algengt að fólk kaupi þá með það fyrir augum að modda þá í tætlur, skipta um lampa, spenni og hátalara, þetta gerir sæmilegann magnara að töluvert betri magnara en myndi að öllum líkindum kosta þig amk annað eins og voxmagnarinn kostar til að byrja með.
Gretschmagnarinn minn tildæmis suðaði það mikið að ég gat eiginlega ekki notað hann í upptökur, ég hélt fyrst að það skrifaðist á lampana sem voru í honum þegar ég keypti hann, það voru ómerktir kínverskir drasllampar en það suðaði ennþá í honum með nýjum lömpum og ég hallast að því að spennirinn í magnaranum hafi verið orsökin, ég nennti ekki og tímdi ekki að fara í eitthvað moddunarferli með þennann magnara svo ég losaði mig bara við hann.
Þessir litlu magnarar eru allir með pínulitla og að auki ekkert sérstaklega góða hátalara, ég held að þeir stærstu séu einhverjar átta tommur eða minna, ef þú setur þessa magnara í botn þá munu hátalararnir prumpa eins og Gunnar Birgisson eftir heimsókn á mexíkanskann veitingastað.
Í þínum sporum myndi ég kaupa svona haus frekar en kombóið með litla hátalaranum, þá geturðu notað hann með betri hátölurum, ég held reyndar að það sé hægt að tengja viðbótarhátalara í kombóið en til hvers að þvælast um með magnara sem er með ónothæfum hátalara?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.