Tradition gítarar eru smíðaðir í Indónesíu, þar er tímakaup ekki mjög hátt þannig að framleiðendurnir geta látið verkamennina dútla meira við smíðina og fráganginn án þess að það leiði til þess að gítararnir verði verulega dýrir.
Tradition fyrirtækið er í eigu bandaríkjamanna sem að unnu áður við pickuppaframleiðslu hjá (minnir mig) Seymour Duncan, þeir settu fyrirtækið á laggirnar til að geta boðið góð hljóðfæri á sanngjörnu verði og þeim hefur alveg tekist það.
Bridge pickuppinn í Tradition Telecasternum sem ég átti var helvíti góður, hann var með alveg rétta “togið” þeas að hann hljómaði að mínu mati nákvæmlega eins og Telecaster bridge pickupp á að hljóma (ég miðaði væntingar mínar við svona vintage kántrísánd og hann alveg steinlá í svoleiðis) neck pickuppinn var hinsvegar humbucker sem var með full mattann hljóm fyrir minn smekk, ef ég hefði haldið í þennann gítar þá hefði ég örugglega býttað þeim pickupp út fyrir eitthvað skemmtilegra td einhvern P90 pickupp í hýsingu sem væri í humbuckerstærð, þá erum við að tala um að ég hefði verið kominn með virkilega frábært hljóðfæri fyrir kannski 30 þúsund í það heila..
ég er búinn að eiga slatta af “ódýrum” stratocasterum líka, ég hef átt tvo Harmony stratocastera, ég fann þá báða í ruslagám og ég a/b testaði þá við hliðina á amerískum Fender Standard Strat sem ég átti og þeir hljómuðu svona 90% alveg eins og sá gítar, eini munurinn var sá að pickupparnir á Harmony Stratnum eru örlítið heitari en á Fender Standard Strat, ef maður bakkar volumeinu á Harmonynum um agnarögn þá hljóma þeir nákvæmlega eins og Fenderinn.
Ég átti líka 2 gamla Hofner Strata, það voru ágætar spýtur en þeir voru með frekar slappa pickuppa.
Ef þú dettur niður á Squier Bullet frá því í kringum 1990 þá eru það töluvert betri hljóðfæri heldur en nýlegir Squierar, frágangurinn á smíðinni er ekkert spes en hljómurinn í pickuppunum er ágætur, sérstaklega neck pickuppinn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.