ég er ekki alveg að skilja.. vantar þig preamp sem er staðsettur milli effektakeðjunnar og magnarans?
Semsagt bara einhverskonar clean boost fyrir keðjuna?
Ég nota stundum Mesa Boogie V-Twin sem preamp, það er 3ja rása lampapedali (Clean / Blues / Lead) en ég er yfirleitt bara að nota drullugri rásirnar, það ætti að vera alveg nóg output frá tildæmis hreinu rásinni á svoleiðis pedala til að boosta levelið frá effektakeðjunni áður en hún lendir í magnaranum ef það er eitthvað svoleiðis sem þú ert að leita að.
Mesa pedalinn er soldið eins og lúxusútgáfa af Tonebone Classic og er líka frábær sem bassapreamp, þú getur fundið svoleiðis græju á ebay en þeir eru orðnir frekar sjalgæfir og kosta eftir því, ég notaði stundum hreinu rásina á V-Twininum til að fá JTM45 stæðuna mína til að hljóma betur þegar ég keyrði hana á lágum styrkleika, JTM stæðan þurfti virkilega á hjálp að halda ef hún var keyrð mjög lágt og V-Twin græjan gat mótað bassann og miðjuna í gott hreint sánd á styrkleika þar sem magnarinn hljómaði annars ekki vel.
Ég átti svona Tonebone Classic og mér fannst hann helvíti fínn sem preamp á low stillingunni og með gainið nánast á engu, ég notaði hann ekkert sem drive pedala þannig séð heldur bara til að bæta örlitlum skít í sándið, kannski er þín hugmynd um hreint sánd eitthvað í þá veru líka, ég held allavega að þessi Tonebone græja ætti alveg að vera málið sem preamp og þú ættir bara að prófa að nota einhvern ódýrann overdrive pedala sem drive með fuzzinu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.