Gott og vel. Ég eignaðist Bad Cat Hot Cat 30 í ágúst 2008. Hann fæst ekki hér á landi þannig að ég skoðaði úti hvað hann væri að kosta þar.
Bad Cat er ekki stórt fyrirtæki en þjónustan er góð og vandað er til verka. Minn magnari var í eigu manns sem heitir Dave Widow og er blúsari frá USA. Hann lét sérsmíða þennan eftir hans þörfum og bað t.d. sérstaklega um að solid state yrði ekki með í þessum grip og ástæðan var einföld; minna aukadrasl = betra sánd.
Talandi um sánd.. hot cat hljómar ótrúlega vel! Ég átti 1988 Marshall JCM með 4x12“ boxi sem hafði þrusukraft og mikið ”loudness“ en Bad Catinn er ekkert síðri þó hann sé aðeins með einn 12” hátalara.
Ég mæli með að vera duglegur í ræktinni því þessi magnari er drulluþungur. Ég geymi allar mínar snúrur og smádót á bakvið hjá hátalaranum og er þá magnarinn í kringum 35kg.
Ég veit svosem ekki hvað meira þú vilt vita annað en að ég ótrúlega ánægður með köttinn minn og hef aldrei lent í neinu veseni, ekki einu sinni smávægilegu. Ég nota A/B pedal til að skipta á milli Clean og Gain rásanna en nota einnig pedala. Á morgun fæ ég THD Hot Plate 8ohm til að getað nýtt EL34 lampana betur!
Þú spyrð bara ef það er eitthvað fleira sem þú vilt vita.
http://cl.ly/3Z251j1y2130362m1s34 Hér sérðu köttinn fyrir aftan mig.