Fer eftir því hvað maður er að borga fyrir þá. Sé reyndar að einu ec100 gítararnir sem eru í sölu núna eru ec100QM sem eru líklega með quilted maple topp.
Fínir gítarar í góðu ástandi fyrir byjendur. Myndi samt aldrei borga mikið fyrir þannig sjálfur, aldrei yfir 20 allavega.
Sá ég ekki þessa týpu á 57 þús í tónastöðinni? Ég tók aðeins í gripinn þar og þetta var ekkert líkt les paul í spilun, en mjög gott engu að síður, bara öðruvísi, líklega betri gripur fyrir tonn af gain og shredding rugl eitthvað.
Ef svoleiðis gítar er það sem þú ert að leita að, þá held ég að það sé góð kaup í þessum.
Þú ert þá að tala um þá sem kosta 60 þús í tónastöðinni?
Mæli bara ekki með því. Þeir eru að selja mjög ódýra Jackson gítara þar á já, 60 þúsund. Ég hef hinsvega keypt allavega tvo Jackson gítara notaða í gegnum huga á 50 þúsund. og annar þeirra var settur á 200 þúsund í tónastöðinni.
Leitaðu frekar að ódýrum gítar, það marg borgar sig.
mæli með því að þú finnir þér notaðan gítar, getur fengið mjög góðar spítur á viðráðanlegu verði notað. helst bara fá einhvern með þér sem hefur vit á gítörum ef þú veist ekki mikið um tegundir og svoleiðis sjálfur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..