Er að leita mér að rafmagnsgítar, ég er algjör byrjandi og vil eiginlega bara læra að plokka og svona. Ég á 3/4 Classical Guitar en hann er orðinn of lítill fyrir mig og mér finnst frekar erfitt að gera tabs með honum eftir 10-12 fret.
Mér er alveg sama hvernig gítarinn lítur út svo lengi sem hann spilar vel og er með gott sett af strengjum. Hann verður að virka með magnara.
Ég skoða auðvitað öll tilboð, þið getið sent póst eða bara svarað hér (auðvitað best að svara hér því þá sé ég auglýsinguna oftar en póstur er oft betri ef það eru einhverjar “trúnaðar” upplýsingar sem koma fram).
Ég væri MEGA SÚPER MIKIÐ til í að kaupa rafmagnsgítar á svona 10.000 krónur en eins og ég segi þá skoða ég öll tilboð (hef samt fengið gott tilboð fyrir 35.000 þannig að ef þið eruð að selja einhverja Les Paul eða eitthvað sem kostar meira en 30k get ég ekki keypt hann, því miður).
Sendið tilboð sem fyrst og helst símanúmer í einkaskilaboðum svo ég geti rætt um gítar og verð. Verð örugglega búinn að ákveða mig fyrir helgi.