Jæja, ætla að sjá hver áhuginn er hérna fyrir Sunn Beta Lead 1x12" comboi. Ég er búinn að fá ófá skilaboð hérna þar sem fólk vill bjóða í magnarann eða kaupa hann en þeir aðilar sem haft hafa samband hafa verið óduglegir við að svara til baka þannig ég ætla að henda honum upp hérna og sjá hvað fólk býður.
Þetta er sem sagt hinn víðfrægi Beta Lead sem skartar notendum á borð við Buzz Melvin, Kurt Cobain, Slash og Adam Jones til að nefna fáa.
Magnarinn er með tvem rásum sem má blanda saman þannig að þú getur verið með bæði bjögun og clean tón og blendað á milli.
Magnarinn er transistor, en eins og vitað er þá hefur hann verður eftirsóknarverður fyrir massífan hljóm og alveg fáránlega gott clean sound sem tekur marga hverja lampamagnarana í það óæðra ósmurt!
Reverb er á báðum rásum sem er alveg fáránlega gott og er hægt að smella því frá vægri bleytu uppí Sigurrós á sveppatrippi. Reverbið er mjög þykkt og djúsí, kom mér mest á óvart við þennan magnara.
Bjögun er á báðum rásum, en eins og ég sagði hér ofar þá má vera með hann þannig stilltan að hægt sé að svissa á milli rása eða það má einnig blanda þeim saman.
Magnarinn virkar fullkomnlega með einstaka quirkum, en hvaða magnari gerir það ekki? Eina sem er sjáanlegt lýti á magnaranum er það að vinstra megin á panelnum þar sem inputin eru, er að finna smá dæld (eitthvað sem gerðist hjá fyrri eiganda magnarans) en það hefur aldrei haft nein áhrif á virkni magnarans.
Magnarinn er á hjólum og er alveg óstjórnlega þungur!! (ekki fyrir bakveika)
En til að komast að aðal pointinu í þessu öllu saman….
þá er verið að leitast eftir skiptum fyrir, og einungis fyrir:
Vox AC30
Orange AD30
eeeeeef svo vill til að einhver þarna úti telur sig hafa annan magnara sem gæti hugsanlega vakið áhuga hérna megin, þá má sá hinn sami henda á mig einkapósti og við getum rætt málin. En aðalega er þó verið að leitast af þeim ofarnefndu.
Ég er með magnarann í Reykjavík þannig að hægt er að fá að prufa hann fyrir þá sem hafa áhuga og eitthvað áhugavert til skiptanna.
Au revoir!