Er ekki bara málið að kaupa notaðann gítar? Þá ættirðu að vera að fá spýtu sem er aðeins betri fyrir sama pening.
Þessi LP Special er eftirlíking af ódýrri tegund af Gibson Les Paul (ef það er hægt að setja orðin “ódýrt” og “Gibson” í sömu setningu) ég get ekki opnað þennann link en mig minnir að búkurinn sé samansettur úr nokkrum spýtum sem eru límdar saman, ein ástæðan fyrir að Epiphone gítarar eru ódýrari en Gibson er að ef þetta væri Gibson þá væri búkurinn settur saman úr 2 spýtum en Epiphone nota fleiri spýtur, stundum 5 eða 6, þetta getur haft slæm áhrif á hljóminn úr gítarnum, ef þú horfir á bakið á gítarnum þá áttu að geta séð samskeytin þar sem spýturnar hafa verið límdar saman ef gítarinn er með svona hálfgegnsærri lakkáferð.
Ódýrari Epiphone gítararnir eru líka með pickuppa sem eru alveg sæmilegir en ekkert meira en það, gott pickuppasett kostar kannski 20 til 30 þúsund í viðbót og þá erum við að tala um að ef spýtan er góð til að byrja með þá ertu kominn með helvíti gott hljóðfæri í hendurnar, ég myndi samt ekkert vera að henda nýjum pickuppum í svona gítar nema að ég væri að öðru leyti 100% sáttur við hljóðfærið og ef þú ert að nota gítarinn með einhverju eins og Line6 magnara þá myndu pickuppaskipti ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut upp á sándið að gera, það hljóma allir gítarar næstumþví eins gegnum svoleiðis magnara.
Aðalatriðið er að finna hljóðfæri sem þér finnst þægilegt að spila á og ég mæli með því að þú takir einhvern með þér sem veit eitthvað um gítara þegar þú ferð að versla því sá gæti komið auga á einhverja galla á græjunni sem þér hefði annars yfirsést.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.