Ég er 17 ára, 11 mánaða og sirka tveggja vikna gamall núna og er að leita að því að stofna hljómsveit eða að ganga til liðs við slíka. Ég er staðsettur í Hafnarfirðinum og er með bílpróf. Ég hef enga aðstöðu til þess að vera með hljómsveit, því miður.
Tónlistarstefnan hjá mér skiptir ekki öllu máli en rokk, fönk, blús og jafnvel grunge, diskó og létt djass(ekkert extrím) kemur til greina, aðalmálið er að fá að spila að einhverju viti. Er helst að leita að því að semja frumsamið efni.
Ég tel mig ágætlega færan á gítar en ef þið eruð að leita að gítarleikara í Nitro cover band þá er ég ekki maðurinn.
Ég hef verið í einkakennslu í GÍS en var þar ekkert síðasta ár. Já ég veit, einstaklega fróðlegt.
Það væri gaman að heyra í einhverjum.
“Casual Prince?”