Þetta var augljóslega fyrir hrun, fyrir það að öll verð byrjuðu að sprengjast upp út í búð hérna.
Augljóslega ætla ég að nota peninginn sem ég fæ frá því að selja settið í það að kaupa einhverjar gítar græjur þar sem ég er gítarleikari til 8 ára en keypti settið sem hliðarhobbý (nei reyndar það er ekkert svo augljóst, en samt :) )
Auðvitað selur maður hluti miðað við andvirði þeirra út í búð í dag, því sala/kaup á hljóðfærum hérna á landinu eru meira og minna bara skipta þar sem fáir eiga efni á að splæsa á nýjar græjur þegar þörf er fyrir. Og maður verður því að fá andvirði þess sem maður kaupir fyrir það sem maður selur, eða því nálægt.
Ég afsaka ef ég hef logið til um eignartíma, það var ekki gert með vilja, það er bara minnið að leika mig grátt. Það breytir því ekki að settið er í toppstandi. Ég man ekkert eftir einhverju veseni með hi-hatinn, það hefur þá bara verið léleg tenging eða eitthvað því hann er búinn að virka vel í allt sumar.
Annars fékk ég tvö tilboð í byrjun sumars í settið, 120 og 130 þúsund krónur en ég var ekki viss á þeim tíma hvort ég vildi láta það frá mér. Settið ER í toppstandi, ég er ekki að reyna að svindla á einum né neinum hérna ef það hefur litið þannig út og ef þú ert ekki sannfærður um það þá skulum við bara hætta við þessi skipti, það á ekki eftir að vera erfitt að selja þetta þar sem þessi sett voru uppseld seinast þegar ég hringdi í RÍN.
Eitt get ég samt sagt þér að þú færð ekki svona sett á undir 100 þús kall, eða það verður allavega mjög erfitt. Því miður finnst mér 80 þús. aðeins of lítið miðað við fyrri tilboð, mundi vilja auglýsa það þá bara í vetur frekar. En þú hugsar bara málið og gangi þér vel í leitinni.
Bætt við 11. ágúst 2010 - 19:39
meira og minna bara skipti* átti þetta að vera