Þetta 60s í nafninu þýðir að hálsinn sé með 60s prófíl, semsagt örlítið grennri en hefðbundinn Les Paul Studio (held ég amk)
Ég hef prófað nokkra Les Paul Studio og mér hefur fundist hálsarnir á þeim vera algjörir lurkar, ég á Les Paul Standard Faded með 50s hálsi sem á einmitt að vera í breiðara lagi en mér finnst hann alveg passlegur, ég hef líka prófað nokkra Gibson SG sem eru með svona hlussuhálsa og ég hef enganveginn verið að fíla þá, mér finnst líka lakkið á hálsinum á sumum Les Paul gítörum gera þá stamari í spilun á einhvern hátt.
Í þínum sporum myndi ég allavega prófa sem flesta Les Paul gítara áður en þú ákveður að kaupa svoleiðis, ég var búinn að prófa svona 40 Gibson gítara sem ég fílaði alls ekki áður en ég fann minn, ég hef átt 3 Gibson rafmagnsgítara og þar af 2 með Faded áferð og mér finnst gítarháls með svoleiðis áferð miklu þægilegri að spila á heldur en þessir lökkuðu Gibsonar en það er ekki víst að þú fílir svoleiðis.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.