þú ættir að vera ágætlega settur með svona line6 magnara, ég mæli þá reyndar frekar með að þú reynir að finna notaðann 150w svoleiðis magnara af týpu 3 því ef þú ferð að æfa með hljómsveit þá er betra að vera með aðeins stærri magnara upp á að það heyrist í þér yfir trommusettið, þó hann sé helmingi fleiri wött en 75w gaurinn þá ætti það ekki að skipta máli þó þú sért tildæmis bara að spila á hann í herberginu þínu því svona line6 magnarar þurfa ekki endilega að vera mjög hátt stilltir til að þeir hljómi ágætlega.
Ég á sjálfur lítinn roland magnara og hann hljómar ágætlega á ekki svo miklum styrkleika en hann væri alveg ónothæfur með hljómsveit, það heyrist einfaldlega ekki nógu mikið í svoleiðis magnara til þess að það væri hægt að nota hann á æfingum með trommusetti.
En ef þú ert ekkert á leiðinni í hljómsveit alveg á næstunni þá ætti roland magnarinn alveg að duga í bili.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.