Er með nokkra hluti til sölu, held ég byrji á að lista þá upp hér og svo getið þið séð meira um þá neðar í þræðinum:
- 2 stk mic standar með bómu
- Yamaha DD5 trommuheili
- Behringer Mixer UB502 (lítill)
- Behringer DI100 Direct box
- THD Hotplate 8 ohm
- M-audio LX4 2.1 stúdíó-hátalarakerfi
- Presonus Firebox hljóðkort
- Line6 POD XT-live
- Akai Deep Impact bassa effect/synth
- Dynacord Echocord Stereo, analog tube tape echo
Ástæða fyrir sölu er fluttningur erlendis, því sel ég þá hluti sem ég nota lítið og/eða tek ekki með mér út. Allir hlutir eru í frábæru ástandi nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Mic standar
Mic standarnir (2 stk) eru K&M standar með bómu, þeir eru krómlitaðir.
Mynd 1
Mynd 2
Verð: 5.000 kr. hvor (Kostar nýr 11.990 kr. hvor)
Yamaha DD5 trommuheili
Einfaldur trommuheili sem hefur fjóra pads til að spila á, er með innbygðum hljóðum og hátalara, einnig er midi out tengi á honum og hann getur gengið fyrir battery-um. Straumbreytir fylgir ekki með. Eins og sjá má á myndum hafa pad-arnir á honum verið litaðir en græjan virkar fullkomlega.
Mynd 1
Verð: 3.000 kr.
Behringer Mixer UB502 (lítill)
Lítill, gamall behringer mixer. Hef svo sem ekki mikið um hann að segja en meiri upplýsingar má finna á þessum link: Linkur
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Verð: 3.000 kr.
Behringer DI100 Direct Box
Ágætis DI-box fyrir þá sem hafa ekki of mikla peninga milli handanna. Hef ekki notað þetta box í svolítinn tíma en notaði það mikið á tónleikum á sínum tíma. Meiri upplýsingar má finna á þessum link: Linkur
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Verð: 3.000 kr.
THD Hotplate 8 ohm
Nánast ekkert notað THD Hotplate, þetta er fyrir 8 ohm-a magnara. Græjan kemur í upprunalegum kassa eins og hún var þegar hún var keypt. Ein planet-waves hátalara snúra fylgir með. Meiri upplýsingar má finna á þessum link: Linkur
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Verð: 25.000 kr. (Kostar nýtt 29.700 kr. fyrir utan snúruna)
M-audio LX4 2.1 stúdíó-hátalarakerfi
Þrusu fínir hátalarar, magnari innbyggður í bassabox. Þetta kerfi er hægt að stækka upp í 5.1 með því að bæta við hátölurum en það fylgja eingöngu 2 hátalara og eitt bassabox með þessum pakka. Tvær jack-jack snúru fylgja með. Allar frekari upplýsingar má finna á þessum link: Linkur (PDF skjal)
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Verð: 35.000 kr.
Presonus Firebox hljóðkort
Fínt, lítið firewire upptökuhljóðkort. Hefur 6 inngangar, 10 útgangar og 2 formagnara. Midi tengi (in og out) og fullt fleira. Best er að skoða eftirfarandi link til að forvitnast meira um kortið: Linkur. Þetta hljóðkort er hætt í framleiðslu en stendur alveg fyrir sínu. Það eru smávægilegar rispur á græjunni (sjá myndir) en með því fylgir upprunalegur kassi, upprunalegur straumbreytir, 2 firewire snúrur (ein 6-pin í 6-pin og ein 6-pin í 4-pin, það þarf bara að nota eina snúru), manual og CD með driverum.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4 (skemmd 1)
Mynd 5 (skemmd 2)
Mynd 6 (skemmd 3)
Verð: 35.000 kr.
Line6 POD XT-live
Þessi POD er vel útbúinn, með tveimur aukapökkum, Metal Shop (Linkur) og FX Junkie (Linkur). Síðast þegar ég vissi var þessi græja að kosta eitthvað yfir 50.000 kr í Tónastöðinni en ég ætla að láta hana á töluvert betri prís. Þessi græja er í fullkomnu standi. Hægt að tengja hana við tölvu með USB og nota hana eins og Line6 Toneport sem upptökutæki (venjuleg USB - USB snúra sem er notuð, snúran fylgir ekki með). Smá skemmd er á töskunni (sjá mynd). Frekari upplýsingar má finna hér: Linkur.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4 (skemmd á tösku)
Verð: 17.000 kr.
Akai Deep Impact bassa effect/synth
Þessi effect er nokkuð sjaldgæfur og er algengt verð á honum 400 - 500USD+ (t.d. er einn til sölu núna og er kominn í 510USD USA ebay og annar á 310GBP á UK ebay þegar þessi auglýsing er skrifuð). Þessi effect getur gefið virkilega töff sound bæði fyrir bassa og gítar (þótt það geti tekið smá tíma að venjast honum með gítarnum) og getur verið mjög erfitt að fá þessa effecta. Straumbreytir fylgir með. Frekari upplýsingar má finna hér: Linkur og reviews.
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Verð: 50.000 kr. (Athugið að þetta er lægra verð en er á ebay utan vsk! Ég vill bara að þessi græja fái gott heimili á Íslandi).
Dynacord Echocord Stereo, analog tube tape echo
Jæja græjuperrar, einstakt tækifæri til að nálgast frábært og virkilega sjaldgæft tape tube echo. Þessi græja er frá 1956 og var eingöngu framleidd það ár í takmörkuðu upplagi. Eintakið sem ég hef er með einn sprunginn þétti, ég hef haldið þessari græju heillengi og hef alltaf ætlað að finna mér tíma til að laga þennan þétti en aldrei varð af því og núna er ég á leið erlendis og hef ákveðið að láta þessa græju frá mér.
Græjan er örlítið sjúskuð í útliti (sjá myndir) en virkar að öllu leiti fyrir utan þennan þétti sem veldur því að echoið er truflað (distortion), lamparnir í græjunni eru glænýir! Fullt af tape-i fylgir með græjunni (sjá mynd 1) og snúrur til að tengja við græjuna.
Tæknilegar upplýsingar á þýsku (einu upplýsingarnar sem ég fann): Linkur (PDF skjal)
Mynd 1
Mynd 2 (Útlits skemmd)
Mynd 3 (Útlitsskemmd)
Mynd 4 (Takkar)
Mynd 5
Mynd 6 (Innyfli)
Mynd 7 (Lampar)
Mynd 8 (Lampar/innyfli)
Mynd 9 (Lampar ofan frá)
Verð: 45.000 kr.
Bætt við 28. júní 2010 - 17:15
Verðin eru ekki endilega heilög þannig öll tilboð eru velkomin í einkaskilaboðum.