Jæja kæru lesendur.
Ég hef ákveðið að gefa yngri bróður mínum gítar í afmælisgjöf og er því að leita.
Ég hef aðeins um viku svo að ef þið viljið koma með tilboð legg ég til að þið skjótið fram tilboði, helst með link á ljósmynd, hið snarasta.
Bróðir minn er að verða 9 ára en gítarinn þarf að vera í minni kantinum en umfram allt auðveldur að spila á. Athugið að ég tek að öllum líkindum ekki til umhugsunar tilboð um Squier gítara nema að um óvenjulega gott eintak sé að ræða.
EF þið eigið lítinn magnara með væri það líka plús.
Verðið má ekki vera of mikið, þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég versla með hljóðfæri svo ég hef alveg vit á að segja nei ef einhver býður mér slakan gítar á 20 þúsund eða eitthvað.
Allavega, býð spenntur eftir svörum og ef einhver er enn óviss er ég eingöngu að ræða um rafmagnsgítar, ekki kassagítar.