Þar sem ég er að fara í frekar dýrt nám úti í útlandinu stóra ætla ég að taka aðeins til í græjuhrúgunni og verða mér kannski útum aur eða tvo :)


1. Roland G-88 bassi og Roland G-33B Analog Synth (m. hardcase og 24 pinna snúru): 150.000.- kr. (130.000.- kr. ef hann fer fljótlega!!!)

KOMA SVO BASSAFANTAR OG DRUSLUR!!! ÞETTA VERÐ ER SKAMMARLEGT!!!

Þetta er gífurlega sjaldgæfar og hroðalega skemmtilegar græjur sem ég er lengi búinn að reyna að selja á Huga og Töflunni, satt best að segja finnst mér ótrúlegt að þær séu ekki enn farnar. Bassinn er frábær og ekki skemmir fyrir hvað synthinn er skemmtilegur. Græjurnar eru frá Japan og smíðaðar (að ég best veit) árið 1978. Bassinn hangir uppi í Hljóðfærahúsi fyrir þá sem vilja kíkja á hann og prófa.

Þetta sett er að fara á ca. $2.500.- (315.000.- kr.) á Ebay, svo ég er ekki að biðja um neinar bull upphæðir fyrir þetta.

Þeir sem eru áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að kíkja á http://www.joness.com/gr300/GR-33B.htm

Frekar upplýsingar og myndir af bassanum mínum er hægt að nálgast á danielsmari@gmail.com


2. M-Audio BX5a Deluxe Studio Monitorar: 35.000.- kr. Frátekið!

Lítið notaðir og mjög góðir monitorar, hafa aldrei verið færðir úr herberginu mínu og alltaf verið notaðir á hóflegum stillingum. Eru í fullkomnu standi og virka alveg 100%. Þeir kosta 49.990.- kr. í Hljóðfærahúsinu.

Ætla að láta snúrur til að tengja út frá þeim og rafmagnssnúrurnar fylgja með, kassinn og allt sem kom með þeim upprunalega fylgir einnig.

Upplýsingar: http://www.m-audio.com/products/en_us/StudiophileBX5aDeluxe.html



3. Fender Sub-Lime Bass Fuzz: 20.000.- kr. Frátekið!

Þessi hefur ekki fengið að ganga í gegnum margt hjá mér, en frábær pedall engu að síður. Er heldur til kurteis fyrir fuzz að vera fyrir minn smekk og á aðra pedala sem gera svipaða hluti.

Hann er ekki mikið notaður og kostar 28.900.- kr. nýr í Hljóðfærahúsinu.

Ótrúlega kynþokkafullt og þýskt tveggja strengja video frá Musik Schmidt: http://www.youtube.com/watch?v=Qj1JGyhGKMw

…og svo eitthvað sem þið skiljið kannski betur: http://fender.com/products/search.php?partno=0234500005



Ibanez CS9 Stereo Chorus RI: 15.000.- kr.

Helvíti fínn chorus frá Ibanez, hef notað hann bæði með gítar og bassa og hann virkar djöfulli vel fyrir bæði hljóðfæri. Kostaði 19.900.- kr. nýr í Hljóðfærahúsinu þegar ég keypti hann, en þetta er mjög gamalt verð svo hann verður töluvert dýrari næst þegar hann kemur.

Smá video og hljóðdæmi: http://www.youtube.com/watch?v=TNke8hb3nt4&feature=related



5. Fender Orginal Precison Bass Pickup: Tilboð (man ekkert hvað þetta kostar nýtt). Frátekið!

Skratti fín pickup, er bara að selja þau vegna þess að ég var að fá mér Nordstrand NP4 pickup í bassann.



6. Pickguard á Fender Precision bassa x2: Tilboð (kostar e-n helling í dag)

Á til 2 stk af svona plötum á P-bassa, bæði eru 3-ply, annað hvítt og hitt svart.

Svarta er dulítið rispað, hvíta er svo til ónotað.



Ég man ekki eftir meiru í bili, set inn aðra auglýsingu fljótlega ef mér dettur fleira í hug.

Hafið samband við mig í einkaskilaboðum á Töflunni eða á danielsmari@gmail.com :trudu