Ég hef fundið uppskriftina að því hvernig þú nærð sem besta Lemmy sound-inu á bassann þinn. Til að byrja með þarftu helst Rickenbacker, gamlan eða nýjann. Lemmy spilaði á gamlan 4001 Rickenbacker á sínum fyrri árum en er núna með nýjan rosalegan custom Rickenbacker, sá svalasti sem til er á jörðinni mögulega. Einnig þarftu pick og öflugan lampamagnara, Ampeg SVT Classic er fínn í það, þó Lemmy notar Marshall. Og leynivopnið er DOD 250 preamp/overdrive, helst vintage pedall en reissue ætti að sleppa. Sjálfur á ég gamlan gula, þann sama og Al Cisneros úr Sleep og Om notar. Núna veit ég ekki hvort Lemmy notar slíkan pedal, en að nota þetta sem ég taldi upp gefur manni mjög gott Lemmy sound..!
Bætt við 17. júní 2010 - 20:04
Já og að stilla treble og bassa í lágmark og mid range í hámark.