Ef þú ert að læra á píanó þá geri ég frekar ráð fyrir að þú sért að leita að hljómborði með vigtuðum nótum, þeas hljómborði sem hagar sér eins og píanó, ef þú átt fullt af peningum og vilt eitthvað alvöru þá myndi ég tékka á Korg Stage Piano í Hljóðfærahúsinu (300 þúsund minnir mig) það er með gjörsamlega sjúklegum rafmagnspíanósándum (rhodes, clavinet, wurlitzer, flygill osfrv) og líka mjög góðum orgelum og eitthvað af synthasándum.
Ef þú ert bara að spá í að dýfa tánum í önnur hljómborðssánd en píanóið þá er kannski svona casiohljómborð málið, reyndar er til alveg fjandi góður notaður Novation X-Synth í Tónastöðinni á 65.000 kall, ég á svoleiðis og nota hann sem synth, midikeyboard og hljóðnemaformagnara í stúdíóinu mínu, þessi græja er mjög ofarlega á lista yfir bestu kaup sem ég hef gert.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.