Sko, þú ert með “Fullorðinsgítar” (Gibsoninn) og í þínum sporum myndi ég geyma það að vera að skipta um pickuppa í honum því þú átt alveg að vera vel settur með pickuppana sem eru í honum, ég hugsa að áherslan hjá þér ætti frekar að vera á að fá þér magnara við hæfi eða allavega til að byrja með að endurskoða hvaða pedalar henta fyrir það sánd sem þú ert að leita að.
Ef þú ert að leita að ögn kurteisari bjögun eins og td hjá Jimmy Page eða yfir í rokkbjögun eins og hjá td Slash (sem er með heldur meiri bjögun en Jimmy Page en samt ekkert svo svakalega drullu) þá mæli ég með að þú skoðir/prófir tildæmis Radial Tonebone Classic pedalann, sá gaur ætti að skila allri þeirri bjögun sem þú þarft og gott betur, Radial framleiða líka pedala sem heitir Hot British og er aðeins drullugri en Classic pedalinn og hann gæti líka verið málið, ég sá einn Hot British auglýstann á 20 þús hérna fyrir stuttu, seldu hina pedalana og þá ertu kominn langleiðina í verðið á notuðum svoleiðis pedala.
Svo er spurning hvort það sé ekki kominn tími á að safna sér fyrir magnara líka, ég hef séð orange tiny terror hausa vera að fara á alveg niður í 40 þúsund notaða og hátalarabox á eitthvað svipað, ég hugsa að þú værir tildæmis nokkuð vel settur með svoleiðis sett en ef þú ert að hljómsveitast þá gæti svoleiðis magnari samt verið alveg í minnsta lagi ef trommarinn er mjög brútal, ég myndi samt halda að lampamagnari undir 50 vöttum væri alveg nóg fyrir flesta (ég hef verið að nota 10 vatta lampamagnara með hljómsveit og það var alveg nóg fyrir mig en bassaleikarinn sem var hinum megin við trommusettið sagðist ekkert heyra í mér)
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.