Ég hef ekki hugmynd um það hvað breakdown er en það er ekkert að því að henda góðum pedala fyrir framan hvaða magnara sem er til að móta gítarsándið aðeins betur ef maður vill, það þarf samt yfirleitt ekki einhverja rosalega high gain drullupedala til þess ef magnarinn er að skila einhverju gaini að ráði til að byrja með.
Ibanez tubescreamer eða einhver sambærilegur overdrivepedali með bjögunina lágt stillta getur gert kraftaverk framan við lampamagnara, sömuleiðis getur grafískur eða parametrískur equalizer ýtt á þær tíðnir sem þurfa á því að halda og tálgað á sama tíma burtu tíðnir sem eru að valda feedbacki eða leiðindum í sándinu.
Flestir high gain bjögunarpedalar sem ég hef prófað eru algjört bullshit og óþarfi þegar er verið að spila á tónleikastyrkleika, þetta er soldið eins og að nota saffron í matargerð, maður á alltaf að nota miklu minna af því en maður heldur að þurfi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.