Ég hef nú ekki verið mikið á þessu áhugamáli undanfarið en ákvað að kíkja aðeins á það í dag og það fyrsta sem ég sé er þessi könnun. Ég nenni nú sjaldan að röfla yfir einhverju svona en finnst það bara svo pirrandi þegar það koma inn kannanir sem eru flóknari en þær þurfa að vera og fyrir vikið lélegri en þær þurfa að vera.

Valmöguleikar eru:

* Drasl, nota aldrei þannig og myndi aldrei fá mér gítar með þannig.
* Stór partur af mínum gítarleik, nota það mjög mikið.
* Allveg sama, nota það stundum, annars læsi ég því.
* Læsi því alltaf ef ég fæ mér þannig gítar.
* Annað/hlutlaus
* Fljótandi brýr?
* Hef aldrei prufað þannig.
* Held mig bara við gamla strat tremolo-ið.

Semsagt í kjarnann getur maður bara kosið “aldrei notað svona, læsi því alltaf, nota það geðveikt mikið og annað/hlutlaus”.

Hvað varð um valmöguleikann sem ég held að flestir myndu velja sem eiga gítar með fljótandi brú:

“Ég nota það stundum, en ekki alltaf” eða eitthvað álíka… án þess að læsa brúnni það er.

Biðst afsökunar á þessu röfli :P
…djók