Ég á líka alveg slatta af hljóðfæradóti sem ég gæti lánað í staðinn ef því væri að skipta td gítara, bassa, effekta og hljóðnema.
Ég er alls enginn græjuböðull, ég hvorki drekk ná dópa og græjurnar yrðu notaðar í reyklausu stúdíói og ég væri ekkert að falast eftir einhverri langtímanotkun heldur bara í mestalagi yfir helgi eða 2 til 3 daga í miðri viku þegar ég væri í vaktafríi.
Sendið mér skilaboð ef þið eigið eitthvað svona sem þið megið missa tímabundið, ég er ágætlega settur í digitalsynthadeildinni en mig bráðvantar einhvern analoghlunk fyrir bassalínur og strengjamottur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.