Held að margir vilji eiginlega ekki gefa alveg út fast klukkutímagjald. Sjálfum finnst mér t.d. oftast best að gera bara tilboð í ákveðnar upptökur þegar ég veit ca. hvað ég er að fást við.
Er það sanngjarnt fyrir hljómsveit að borga 8 klukkutíma mix session á lagi því að ég var að prufa nýja hluti í 6 tíma ?
Auk þess vill ég persónulega að hljómsveitir séu ekki stressaðar á klukkunni og séu alveg “shit strákar, mínútan er að kosta okkur 50 kall”
Ég vill frekar að þeir séu hálftíma lengur að taka upp hvert lag og að ég fái á móti efni sem auðveldara er að vinna með.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF