Var að pæla í að fara að kaupa mér kassagítar (á 2 rafmagnsgítara fyrir) og ég hef mikið verið að skoða þetta á netinu þar sem ég bý á Akranesi og kemst ekki í búðirnar í bænum fyrr en um helgina til að skoða og prófa gítara.

Var að velta því fyrir mér við hvaða búðir er aðallega verið að versla við og hvort að það séu einhverjir strengjagítarar sem að þið hafið góða reynslu af. Ég hef sjálfur verið að skoða Fender kassagítara á netinu og líst ansi vel á.

Endilega koma með hugmyndir og segja ykkar skoðanir á búðunum (líka í sambandi við verð).
DEMENTE