Það er greinilega einhver tvöföldun í gangi þarna, maður heyrir af og til að ein laglína brýst út undan þeirri fyrstu þó hin haldi áfram, umfram það þá átta ég mig ekki á því hvað er verið að nota til að ná fram þessum hljóm en það gæti mögulega verið einhverskonar gítarsynth og svo finnst mér eins og það sé eitthvað sem sé að skera attackið framanaf nótunum þannig að waweformið sé tiltölulega flatt, það næsta sem ég hef komist svipuðu sándi í upptöku var með því að nota wahpedala afturábak (ég sneri honum þannig að ég fór frá mesta toppi niður í dýpri registerinn á hverri nótu) og svo þegar ég var að mixa niður gítarrásina eftirá þá fadeaði ég inn hverja nótu fyrir sig með sleðanum á mixernum þannig að í staðin fyrir að hver tónn byrjaði hátt og lækkaði þá hækkaði hver nóta eftirá, það er soldið erfitt að lýsa þessu en það kom svipað út og þetta gítarsóló nema í allt öðru tónlistarlegu samhengi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.